Einfalt og létt höfuðljós frá AceBeam sem þreytir ekki augun!
Þetta ljós er einfalt og þæginlegt í notkun og hentar í alls kyns inni- og útivinnu, gönguferðir og margt fleira. Alveg tilvalið í bakpoka útivistarfólks.
Við val á ljósdíóðu (LED) í þetta ljós var ákveðið að fórna einhverju birtumagni í skiptum fyrir náttúrulegan ljósgeisla. Ljósdíóðan er af gerðinni Luminus SST-20, hefur lithita 4000K og skorar ofarlega á CRI skalanum með 95+.
CRI (color rendering index) er mælikvarði á hversu náttúrulegur litur ljóssins er, þ.e. hversu nálægt kemst ljósið því að lýsa hluti upp á náttúrulegan hátt eins og sólin gerir. Flestar ljósdíóður sem notaðar eru í höfuðljós í dag hafa frekar kaldan hvítan eða bláleitan lit sem gefur ekki rétta mynd af umhverfinu. Slíkur litur getur einnig verið þreytandi fyrir augu, sérstaklega í ljósu eða hvítu umhverfi eins og snjó.
Ljósið notar eina AA rafhlöðu, en þó má nota lithium eða Ni-Mh hleðslurafhlöður. Þetta er að okkar mati einn stóri kostur þessa ljóss þar sem fátt er verra en að eiga óhlaðið ljós um miðja nótt uppi á fjöllum. Flestir eru þó með AA rafhlöður meðferðis, eða í það minnsta er auðveldara að nálgast eina slíka ef þörf er á.
Ljósið er dimmanlegt frá 20 lúmen í allt að 150 lúmen (sé notuð AA rafhlaða).
Þá eru einnig SOS neyðarblikk, tungsljósstilling (5 lúmen) og turbo stilling (virkar best með lithium hleðslurafhlöðu og nær allt að 600 lúmen ljósmagni með slíkri rafhlöðu).
Tæknilegar upplýsingar:
Miðað við eina AA rafhlöðu
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (19 tímar - 68 mín)
Turbo stilling: 180-100 lúmen (2mín + 70mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (52 tímar)
SOS stilling: 7 tímar
Miðað við eina AA Ni-Mh hleðslurafhlöðu
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (16 tímar - 85 mín)
Turbo stilling: 180 lúmen (80mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (43 tímar)
SOS stilling: 18 tímar
Miðað við eina lithium hleðslurafhlöðu (700mAh)
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (7 tímar - 65 mín)
Turbo stilling: 600-200 lúmen (1 mín + 40mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (17 tímar)
SOS stilling: 12 tímar
ATH. Þegar talað er um t.d. 180-100 lúmen (2mín + 70mín) þá er átt við að ljósið helst á 180 lúmen í 2mín og svo smátt og smátt dregur úr styrk næstu 70 mín þar til ljósið hefur náð 100 lúmen og rafhlaða fer að þreytast.
Hámarksvegalengd geisla: 106 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 2832cd (Kandela)
Höggþolið: 2 metrar
Ryk og vatnsþéttni: IP68 (1-3 metra undir vatni)
Stærð: 64,7mm (lengd) x 26,9mm (þvermál ljóshöfuðs) x 23,4mm (þvermál)
Þyngd: 34g án rafhlöðu, 57g með 1 x AA rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með HAIII rafhúðun.
Hert glerlinsa, 98,3% ljóss skín í gegn.
Notkunarleiðbeiningar:
Ýtið einu sinni á rofa til þess að kveikja. Þegar ljósið er kveikt, haldið rofa inni til þess að dimma eða auka birtustig. Ýtið tvisvar á rofa þegar ljósið er kveikt til þess að fara í turbo stillingu. Ýtið þrisvar á rofa til þess að fara í SOS-neyðarblikk, þegar ljósið er kveikt. Haldið rofa inni í eina sekúndu þegar ljósið er slökkt til þess að fara á tunglsljós stillingu.
Til að læsa ljósinu, haldið rofa inni í þrjár sekúndur.
Til að aflæsa ljósinu, haldið rofa inni í þrjár sekúndur.
Í pakkanum:
1 x H40 höfuðljós
1 x Höfuðól með sílikon festingu fyrir ljós
2 x auka o-hringir
1 x ábyrgðarskírteini
1 x notkunarleiðbeiningar (á ensku)
- Myndagallerí
- Lýsing
Einfalt og létt höfuðljós frá AceBeam sem þreytir ekki augun!
Þetta ljós er einfalt og þæginlegt í notkun og hentar í alls kyns inni- og útivinnu, gönguferðir og margt fleira. Alveg tilvalið í bakpoka útivistarfólks.
Við val á ljósdíóðu (LED) í þetta ljós var ákveðið að fórna einhverju birtumagni í skiptum fyrir náttúrulegan ljósgeisla. Ljósdíóðan er af gerðinni Luminus SST-20, hefur lithita 4000K og skorar ofarlega á CRI skalanum með 95+.
CRI (color rendering index) er mælikvarði á hversu náttúrulegur litur ljóssins er, þ.e. hversu nálægt kemst ljósið því að lýsa hluti upp á náttúrulegan hátt eins og sólin gerir. Flestar ljósdíóður sem notaðar eru í höfuðljós í dag hafa frekar kaldan hvítan eða bláleitan lit sem gefur ekki rétta mynd af umhverfinu. Slíkur litur getur einnig verið þreytandi fyrir augu, sérstaklega í ljósu eða hvítu umhverfi eins og snjó.
Ljósið notar eina AA rafhlöðu, en þó má nota lithium eða Ni-Mh hleðslurafhlöður. Þetta er að okkar mati einn stóri kostur þessa ljóss þar sem fátt er verra en að eiga óhlaðið ljós um miðja nótt uppi á fjöllum. Flestir eru þó með AA rafhlöður meðferðis, eða í það minnsta er auðveldara að nálgast eina slíka ef þörf er á.
Ljósið er dimmanlegt frá 20 lúmen í allt að 150 lúmen (sé notuð AA rafhlaða).
Þá eru einnig SOS neyðarblikk, tungsljósstilling (5 lúmen) og turbo stilling (virkar best með lithium hleðslurafhlöðu og nær allt að 600 lúmen ljósmagni með slíkri rafhlöðu).
Tæknilegar upplýsingar:
Miðað við eina AA rafhlöðu
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (19 tímar - 68 mín)
Turbo stilling: 180-100 lúmen (2mín + 70mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (52 tímar)
SOS stilling: 7 tímar
Miðað við eina AA Ni-Mh hleðslurafhlöðu
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (16 tímar - 85 mín)
Turbo stilling: 180 lúmen (80mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (43 tímar)
SOS stilling: 18 tímar
Miðað við eina lithium hleðslurafhlöðu (700mAh)
Ljós kveikt: Dimmanlegt frá 20-150 lúmen (7 tímar - 65 mín)
Turbo stilling: 600-200 lúmen (1 mín + 40mín)
Tunglsljós: 5 lúmen (17 tímar)
SOS stilling: 12 tímar
ATH. Þegar talað er um t.d. 180-100 lúmen (2mín + 70mín) þá er átt við að ljósið helst á 180 lúmen í 2mín og svo smátt og smátt dregur úr styrk næstu 70 mín þar til ljósið hefur náð 100 lúmen og rafhlaða fer að þreytast.
Hámarksvegalengd geisla: 106 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 2832cd (Kandela)
Höggþolið: 2 metrar
Ryk og vatnsþéttni: IP68 (1-3 metra undir vatni)
Stærð: 64,7mm (lengd) x 26,9mm (þvermál ljóshöfuðs) x 23,4mm (þvermál)
Þyngd: 34g án rafhlöðu, 57g með 1 x AA rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með HAIII rafhúðun.
Hert glerlinsa, 98,3% ljóss skín í gegn.
Notkunarleiðbeiningar:
Ýtið einu sinni á rofa til þess að kveikja. Þegar ljósið er kveikt, haldið rofa inni til þess að dimma eða auka birtustig. Ýtið tvisvar á rofa þegar ljósið er kveikt til þess að fara í turbo stillingu. Ýtið þrisvar á rofa til þess að fara í SOS-neyðarblikk, þegar ljósið er kveikt. Haldið rofa inni í eina sekúndu þegar ljósið er slökkt til þess að fara á tunglsljós stillingu.
Til að læsa ljósinu, haldið rofa inni í þrjár sekúndur.
Til að aflæsa ljósinu, haldið rofa inni í þrjár sekúndur.
Í pakkanum:
1 x H40 höfuðljós
1 x Höfuðól með sílikon festingu fyrir ljós
2 x auka o-hringir
1 x ábyrgðarskírteini
1 x notkunarleiðbeiningar (á ensku)