Þegar kemur að því að velja sér ljós skiptir miklu máli að hægt sé að bera saman ljós frá mismunandi framleiðendum. Að mörgu er að hugsa og ýmsar tölulegar upplýsingar geta virst sem algjör frumskógur þegar borin eru saman ljós frá ýmsum framleiðendum.
PLATO stendur fyrir "The Portable Lights American Trade Organization" sem myndi lauslega þýðast sem "Samtök bandarískra fyrirtækja á vasaljósamarkaði".
Árið 2016 komu eftirtalin fyrirtæki sér saman um ANSI staðal sem snýr að hvernig skuli mæla og gefa upp upplýsingar um ljós:
  • ASP, Inc.
  • Cat Eye Co., Inc.
  • Coast
  • The Coleman Company, Inc.
  • Dorcy International
  • Energizer Holdings
  • Insight 2 Design, Inc.
  • Leatherman Tool Group, Inc.
  • Nite Ize, Inc.
  • Panasonic
  • Streamlight, Inc.
Öll ljós sem við seljum fylgja þessum staðli og eru ljósin reglulega tekin út af óháðum þriðja aðila.


Hvað þýða ANSI merkin á pökkunum?



Ljósstreymi mælt í lúmenum.
Ljósstreymi er í dag vinsælasta mælieiningin sem notuð er þegar ljós eru borin saman. Ljósstreymið er heildarmagn þess ljóss sem ljósapera eða ljósdíóða (LED) skilar í hverju vasaljósi. 5-15 lúmen er t.d. fínt til þess að lesa bók en mörg ljós í dag eru talin í tugum þúsunda lúmena.
Varast ber ósamþykkta framleiðendur sem geta gefið upp uppsprengd "gervilúmen". Sjáir þú þetta merki á pakkanum fylgir mælingin ANSI staðlinum um hvernig ljós skulu mæld.





Vegalengd geisla mælt í metrum
Sú vegalengd sem ljósið getur ferðast í andrúmslofti og enn talist gagnlegt. Til að ljós teljist gagnlegt þarf það að vera um það bil jafn sterkt og tunglsljós við heiðskýran himinn og mælist 0,25 lúx (lúmen/fermetra).





Keyrslutími
Ljós er fyrst látið loga í 30 sek og þá mælt ljósstreymi, þá fer klukka í gang þar til ljósstreymi hefur náð 10% af upphaflegu mælingunni. Þá er tíminn stöðvaður og skráður sem keyrslutími ljóssins.





Hámarks ljósstyrkur geisla
Bjartasti hluti ljósgeislans mælt í Kandelda (cd).
Kandela er mælieining fyrir ljósstyrk.





Höggþolni mæld í metrum
Hæð sem ljósið má falla niður á steinsteypu og virka sem áður. Ljósinu er sleppt 6 sinnum, það mega ekki vera neinar sjáanlegar sprungur og virka eins og framleiðandi gerði ráð fyrir. Ljósið verður að minnsta kosti að standast 1 meter til þess að fá þessa vottun.





Vatnsvarið IPX4
Búnaður með þennan stimpil þolir vatn sem skvettist á búnaðinn úr öllum áttum. Verður að vera mælt eftir höggþolni til þess að gefa rétta mynd af vatnsvörn við eðlilega notkun.





Vatnshelt IPX7
Búnaður með þennan stimpil þolir að vera undir yfirborði vatns, allt að 1 meter í 30 mínútur án þess að virkni skerðist. Verður að vera mælt eftir höggþolni til þess að gefa rétta mynd af vatnsheldni við eðlilega notkun.


 
Nánari upplýsingar um vatnsvörn
IP
staðallinn þegar hann er skrifaður sem IPX(tala) mælir vatnsvörn og er því táknað sem t.d. IPX4 sem þýðir að ljósið hefur vatnsvörn 4 á skalanum 0-8
0 - Óvarið.
1 - Lóðrétt fallandi dropar ættu ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
2 - Dropar í allt að 15° halla frá lóðréttu ættu ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
3 - Vatnsúði í allt að 60° halla frá lóðréttu ættu ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
4 - Vatn sem skvettist á búnað úr öllum áttum ætti ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
5 - Vatnsbuna sprautuð úr 6,3mm spíss úr öllum áttum ætti ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
6 - Kröftug vatnsbuna sprautuð úr 12,5mm spíss úr öllum áttum ætti ekki að hafa áhrif á virkni búnaðar.
7 - Vatnsþolið niður á allt að 1 metra dýpi, tími yfirleitt gefinn upp líka. Oft miðað við 30 mín, 1 metra undir vatni.
8 - Vatnsþolið umfram 1 meters dýpi. Framleiðandi gefur oft upp dýpi en gera má ráð fyrir allt að 3 metrum sé þess ekki getið sérstaklega.