Almennt
RAY.IS áskilur sér rétt til að hætta við pantanir sem gerðar eru, m.a. vegna rangra verðupplýsinga eða annarra mistaka. RAY.IS áskilur sér einnig rétt til þess að breyta verði og/eða hætta sölu á ákveðnum vörum fyrirvaralaust.
Afhending vöru
RAY.IS sendir vörur innanlands með Póstinum eftir að staðfesta pöntun og greiðslu. Reynt er eftir fremsta megni að afgreiða allar pantanir samdægurs eða næsta virka dag eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun starfsmaður hafa samband og gefa upp áætlaðan afhendingartíma. Afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Póstsins gilda um sendingar þegar hún hefur farið úr vöruhúsi RAY.IS. Skilmálar Póstsins eru aðgengilegir á vef Póstsins.
Skilafrestur
Kaupandi hefur 7 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í óskemmdum, óuppteknum upprunalegum umbúðum. Skilafrestur byrjar að líða við afhendingu. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með.
Gölluð vara
Sé vara gölluð við afhendingu mun RAY.IS taka á sig kostnað við að útvega nýja vöru eins fljótt og auðið er. Sé ábyrgð frá framleiðanda mun RAY.IS taka við vörunni fyrir hönd framleiðanda og útvega nýja vöru. AceBeam er með 5 ára takmarkaða ábyrgð á sínum vörum. Annars gilda lög um lausafjárkaup og skaðsemisábyrgð.
Skattar og gjöld
Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti og reikningar gefnir út með virðisaukaskatti og VSK númeri seljanda.
Sendingarkostnaður
Sendingarkostnaður er reiknaður útfrá gjaldskrá Póstins með tilliti til áfangastaðar og fjölda vara, stærð þeirra og þyngd.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um vörukaup. Upplýsingar um vörukaup eða kaupanda verða ekki gerðar aðgengilegar þriðja aðila.
Notkun á persónuupplýsingum
RAY.IS áskilur sér rétt til þess að nota netfang kaupanda til þess að senda upplýsingar um nýjar vörur eða tilboð hafi kaupandi hakað í þar til gert box við pöntun.

Upplýsingar um seljanda
Summit Adventure Guides ehf.
460617-0300
VSK nr. 146333