Acebeam

AceBeam L16

Uppselt
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16
 • AceBeam L16

Acebeam

AceBeam L16

Uppselt

Öflugt ljós með þröngum geisla. Sérstaklega hannað fyrir veiðimenn, björgunarsveitir og löggæslustörf.

AceBeam L16 er magnað ljós og má segja að sé minni útgáfa af T27. Helstu kostir þessa ljóss er að geislinn er þröngur og lýsir 603 metra þó ljósið sé (ekki nema) 2000 lúmen á hæsta styrk. Ljósið kemur með einni 18650 lithium hleðslurafhlöðu og hægt er að hlaða hana í gegnum micro-USB tengi á hlið ljóssins. Einnig er sniðugt að eiga aukarafhlöður og hleðslutæki svo hægt sé að nota ljósið lengur.
Hægt er að fá aukahluti á þetta ljós, svo sem filtera og byssufestingar.

Heilt yfir öflugt og sterkt ljós sem nýtist á mörgum sviðum.

Tæknilegar upplýsingar:

Ljóstýra: 1 lúmen (500 tímar)
Lág stilling: 150 lúmen (9 tímar)
Miðjustilling: 550 lúmen (2 tímar og 12 mínútur)
Há stilling: 1000 lúmen (1 tími og 12 mínútur)
Turbo stilling: 2000 lúmen (1 tími og 6 mínútur en lækkar rólega niður í 1000 lúmen á þeim tíma).
Strobe stilling (hratt blikk): 2000 lúmen (2 tímar og 12 mínútur)

Hámarksvegalengd geisla: 603 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 90.800cd (Kandela)
Höggþolið: 1,2 meter
Ryk og vatnsþéttni: IPX8, vatnshelt niður á 2 metra dýpi
Stærð: 155mm (lengd) x 40mm (mesta þvermál) x 25,4mm (þvermál)
Þyngd: 128g án rafhlöðu, 173g með 1 x 18650 lithium rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með Premium Type III rafhúðun.
Sjálfvirk hitastýrð stýring gefur ljósinu möguleika á að vinna sem best við mismunandi hitastig.

Notkunarleiðbeiningar:

Hliðarrofi: Ýtið á hliðarrofa til þess að kveikja eða slökkva. Þegar ljósið er kveikt, haldið inni hliðarrofa til þess að skipta milli ljóstýru, lágrar stillingar, miðjustillingar og hæstu stillingar. Ýtið tvisvar á hliðarrofa til þess að fara á turbo stillingu. Ýtið þrisvar á rofa til þess að fara á strobe stillingu.

Endarofi: Ýtið hálfa leið til þess að setja turbo stillingu á, slekkur þegar rofa er sleppt. Ýtið alla leið til að kveikja turbo stillingu. Þegar endarofi er á virkar hliðarrofi ekki.

Til að læsa/aflæsa: Þegar ljósið er slökkt, ýtið á hliðarrofa og haldið inni í þrjár sekúndur til að læsa/aflæsa. Athugið ekki er hægt að læsa endarofa af öryggisástæðum fyrir þá sem nota ljósið í löggæslu eða hernaði (t.d. sérsveitir).

Til að hlaða ljósið: Tengið micro-USB kapal í ljósið, rautt ljós þýðir að hleðsla sé í gangi, grænt þýðir að rafhlaða er fullhlaðin.Í pakkanum:
1 x L16 ljós
1 x 18650 lithium rafhlaða
1 x gúmmítappi á enda
2 x auka o-hringir
1 x notkunarleiðbeiningar (á ensku)
1 x ól
1 x ábyrgðarskírteini
1 x taska með beltisfestingu
1 x USB - micro-USB hleðslukapall
1 x varúðarleiðbeiningar rafhlöðu

 • Myndagallerí
 • Lýsing

Öflugt ljós með þröngum geisla. Sérstaklega hannað fyrir veiðimenn, björgunarsveitir og löggæslustörf.

AceBeam L16 er magnað ljós og má segja að sé minni útgáfa af T27. Helstu kostir þessa ljóss er að geislinn er þröngur og lýsir 603 metra þó ljósið sé (ekki nema) 2000 lúmen á hæsta styrk. Ljósið kemur með einni 18650 lithium hleðslurafhlöðu og hægt er að hlaða hana í gegnum micro-USB tengi á hlið ljóssins. Einnig er sniðugt að eiga aukarafhlöður og hleðslutæki svo hægt sé að nota ljósið lengur.
Hægt er að fá aukahluti á þetta ljós, svo sem filtera og byssufestingar.

Heilt yfir öflugt og sterkt ljós sem nýtist á mörgum sviðum.

Tæknilegar upplýsingar:

Ljóstýra: 1 lúmen (500 tímar)
Lág stilling: 150 lúmen (9 tímar)
Miðjustilling: 550 lúmen (2 tímar og 12 mínútur)
Há stilling: 1000 lúmen (1 tími og 12 mínútur)
Turbo stilling: 2000 lúmen (1 tími og 6 mínútur en lækkar rólega niður í 1000 lúmen á þeim tíma).
Strobe stilling (hratt blikk): 2000 lúmen (2 tímar og 12 mínútur)

Hámarksvegalengd geisla: 603 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 90.800cd (Kandela)
Höggþolið: 1,2 meter
Ryk og vatnsþéttni: IPX8, vatnshelt niður á 2 metra dýpi
Stærð: 155mm (lengd) x 40mm (mesta þvermál) x 25,4mm (þvermál)
Þyngd: 128g án rafhlöðu, 173g með 1 x 18650 lithium rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með Premium Type III rafhúðun.
Sjálfvirk hitastýrð stýring gefur ljósinu möguleika á að vinna sem best við mismunandi hitastig.

Notkunarleiðbeiningar:

Hliðarrofi: Ýtið á hliðarrofa til þess að kveikja eða slökkva. Þegar ljósið er kveikt, haldið inni hliðarrofa til þess að skipta milli ljóstýru, lágrar stillingar, miðjustillingar og hæstu stillingar. Ýtið tvisvar á hliðarrofa til þess að fara á turbo stillingu. Ýtið þrisvar á rofa til þess að fara á strobe stillingu.

Endarofi: Ýtið hálfa leið til þess að setja turbo stillingu á, slekkur þegar rofa er sleppt. Ýtið alla leið til að kveikja turbo stillingu. Þegar endarofi er á virkar hliðarrofi ekki.

Til að læsa/aflæsa: Þegar ljósið er slökkt, ýtið á hliðarrofa og haldið inni í þrjár sekúndur til að læsa/aflæsa. Athugið ekki er hægt að læsa endarofa af öryggisástæðum fyrir þá sem nota ljósið í löggæslu eða hernaði (t.d. sérsveitir).

Til að hlaða ljósið: Tengið micro-USB kapal í ljósið, rautt ljós þýðir að hleðsla sé í gangi, grænt þýðir að rafhlaða er fullhlaðin.Í pakkanum:
1 x L16 ljós
1 x 18650 lithium rafhlaða
1 x gúmmítappi á enda
2 x auka o-hringir
1 x notkunarleiðbeiningar (á ensku)
1 x ól
1 x ábyrgðarskírteini
1 x taska með beltisfestingu
1 x USB - micro-USB hleðslukapall
1 x varúðarleiðbeiningar rafhlöðu