Alhliða höfuðljós frá AceBeam með víðum geisla sem þreytir ekki augun.
Þetta ljós stefnir sannarlega í að verða vinsælasta höfuðljósið frá AceBeam.
Við val á ljósdíóðum (LED) í þetta ljós var ákveðið að fórna einhverju birtumagni í skiptum fyrir náttúrulegan ljósgeisla. Ljósdíóðurnar eru af gerðinni Nichia 219C, þær hafa náttúrulegan lithita sem þreyta ekki augun og skora yfir 90 á CRI skalanum.
CRI (color rendering index) er mælikvarði á hversu náttúrulegur litur ljóssins er, þ.e. hversu nálægt kemst ljósið því að lýsa hluti upp á náttúrulegan hátt eins og sólin gerir. Flestar ljósdíóður sem notaðar eru í höfuðljós í dag hafa frekar kaldan hvítan eða bláleitan lit sem gefur ekki rétta mynd af umhverfinu. Slíkur litur getur einnig verið þreytandi fyrir augu, sérstaklega í ljósu eða hvítu umhverfi eins og snjó.
Ljósið notar eina 18650 lithium hleðslurafhlöðu (innifalið) sem auðvelt er að hlaða með innbyggðu USB-C tengi á ljósinu. Ljósið má einnig nota til að hlaða smá raftæki (t.d. síma) og gæti nýst vel í neyð í tilfellum sem það þarf.
Ljósið er eins og fyrr segir með þremur ljósdíóðum og er hægt að vera með kveikt á einni, tveimur eða öllum þremur samtímis.
Tæknilegar upplýsingar:
Kveikt á öllum ljósdíóðum
Tungsljós: 5 lúmen (16 dagar)
Lág stilling: 25 lúmen (5 tímar og 15 mín)
Miðjustilling: 200 lúmen (4 tímar og 30 mín)
Há stilling: 650 lúmen (2 tímar og 30 mín)
Turbo stilling: 1210 lúmen (2 tímar og 15 mín)
Kveikt á tveimur ljósdíóðum
Tungsljós: 4 lúmen (21 dagar)
Lág stilling: 40 lúmen (3 tímar og 30 mín)
Miðjustilling: 300 lúmen (3 tímar)
Há stilling: 400 lúmen (2 tímar og 30 mín)
Turbo stilling: 800 lúmen (2 tímar og 15 mín)
Kveikt á einni ljósdíóðu
Tungsljós: 1 lúmen (30 dagar)
Lág stilling: 15 lúmen (10 tímar og 30 mín)
Miðjustilling: 110 lúmen (9 tímar og 33 mín)
Há stilling: 250 lúmen (4 tímar og 45 mín)
Turbo stilling: 420 lúmen (4 tímar og 14 mín)
Hámarksvegalengd geisla: 121 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 3690cd (Kandela)
Höggþolið: 1 meter
Ryk og vatnsþéttni: IP68 (2 metra undir vatni)
Stærð: 83mm (lengd) x 33mm (þvermál ljóshöfuðs) x 26mm (þvermál)
Þyngd: 62g án rafhlöðu, 107g með 1 x 18650 rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með HAIII rafhúðun.
Innbyggð hitastýring stýrir afhleðslu miðað við aðstæður svo ljósið skili hámarks afköstum.
Notkunarleiðbeiningar:
Ýtið einu sinni á rofa til þess að kveikja. Tvíklikkið til að flakka milli þess að vera með eina, tvær eða þrjár ljósdíóður kveiktar. Til að breyta birtustigi, haldið rofa inni.
Til að læsa ljósinu, haldið rofa inni í 3 sekúndur, sömuleiðis til að aflæsa.
Til að kveikja á tungsljósi, haldið rofa inni í hálfa sekúndu þegar ljósið er slökkt.
Til að kveikja á SOS stillingu, ýtið einu sinni snöggt á rofa og haldið svo inni á meðan ljósið er kveikt.
- Myndagallerí
- Lýsing


Alhliða höfuðljós frá AceBeam með víðum geisla sem þreytir ekki augun.
Þetta ljós stefnir sannarlega í að verða vinsælasta höfuðljósið frá AceBeam.
Við val á ljósdíóðum (LED) í þetta ljós var ákveðið að fórna einhverju birtumagni í skiptum fyrir náttúrulegan ljósgeisla. Ljósdíóðurnar eru af gerðinni Nichia 219C, þær hafa náttúrulegan lithita sem þreyta ekki augun og skora yfir 90 á CRI skalanum.
CRI (color rendering index) er mælikvarði á hversu náttúrulegur litur ljóssins er, þ.e. hversu nálægt kemst ljósið því að lýsa hluti upp á náttúrulegan hátt eins og sólin gerir. Flestar ljósdíóður sem notaðar eru í höfuðljós í dag hafa frekar kaldan hvítan eða bláleitan lit sem gefur ekki rétta mynd af umhverfinu. Slíkur litur getur einnig verið þreytandi fyrir augu, sérstaklega í ljósu eða hvítu umhverfi eins og snjó.
Ljósið notar eina 18650 lithium hleðslurafhlöðu (innifalið) sem auðvelt er að hlaða með innbyggðu USB-C tengi á ljósinu. Ljósið má einnig nota til að hlaða smá raftæki (t.d. síma) og gæti nýst vel í neyð í tilfellum sem það þarf.
Ljósið er eins og fyrr segir með þremur ljósdíóðum og er hægt að vera með kveikt á einni, tveimur eða öllum þremur samtímis.
Tæknilegar upplýsingar:
Kveikt á öllum ljósdíóðum
Tungsljós: 5 lúmen (16 dagar)
Lág stilling: 25 lúmen (5 tímar og 15 mín)
Miðjustilling: 200 lúmen (4 tímar og 30 mín)
Há stilling: 650 lúmen (2 tímar og 30 mín)
Turbo stilling: 1210 lúmen (2 tímar og 15 mín)
Kveikt á tveimur ljósdíóðum
Tungsljós: 4 lúmen (21 dagar)
Lág stilling: 40 lúmen (3 tímar og 30 mín)
Miðjustilling: 300 lúmen (3 tímar)
Há stilling: 400 lúmen (2 tímar og 30 mín)
Turbo stilling: 800 lúmen (2 tímar og 15 mín)
Kveikt á einni ljósdíóðu
Tungsljós: 1 lúmen (30 dagar)
Lág stilling: 15 lúmen (10 tímar og 30 mín)
Miðjustilling: 110 lúmen (9 tímar og 33 mín)
Há stilling: 250 lúmen (4 tímar og 45 mín)
Turbo stilling: 420 lúmen (4 tímar og 14 mín)
Hámarksvegalengd geisla: 121 metrar
Hámarks ljósstyrkur: 3690cd (Kandela)
Höggþolið: 1 meter
Ryk og vatnsþéttni: IP68 (2 metra undir vatni)
Stærð: 83mm (lengd) x 33mm (þvermál ljóshöfuðs) x 26mm (þvermál)
Þyngd: 62g án rafhlöðu, 107g með 1 x 18650 rafhlöðu.
Hágæða flugvélaál í boddý með HAIII rafhúðun.
Innbyggð hitastýring stýrir afhleðslu miðað við aðstæður svo ljósið skili hámarks afköstum.
Notkunarleiðbeiningar:
Ýtið einu sinni á rofa til þess að kveikja. Tvíklikkið til að flakka milli þess að vera með eina, tvær eða þrjár ljósdíóður kveiktar. Til að breyta birtustigi, haldið rofa inni.
Til að læsa ljósinu, haldið rofa inni í 3 sekúndur, sömuleiðis til að aflæsa.
Til að kveikja á tungsljósi, haldið rofa inni í hálfa sekúndu þegar ljósið er slökkt.
Til að kveikja á SOS stillingu, ýtið einu sinni snöggt á rofa og haldið svo inni á meðan ljósið er kveikt.